Heim

Núna Collective
Wellness Studíó

Barre er blanda af pilates, jóga og styrktaræfingum
gerðar á dýnu og við ballet stöng. Unnið er í litlum hópum undir öruggri
handleiðslu og í frábærum félagsskap.

Ávinningar þess að stunda Barre

Hægt er að kaupa stakan tíma, 10 tíma kort, mánuð eða koma í áskrift


Allir barre tímar eru 50 mín í senn

Ég er himinlifandi og ætla skrá mig í áskrift. Hef prófað ýmislegt, en yfirburðirnir í tímunum hjá þér eru svakalegir, allar stöður fara vel með líkamann, þú útskýrir vel og nærð að passa uppá alla. Þetta tekur vel á og alltaf líður manni vel í líkamanum eftir tímana. Svo er þetta líka svo skemmtilegt, enginn tími eins. Takk fyrir mig!

– Anna María


Komdu í áskrift

Barre í áskrift
á haustönn

Barre áskrift A — þrisvar í viku
Barre áskrift B – tvisvar í viku

Hausttímabilið hjá okkur byrjaði 15. ágúst og er skipulagt sem mánaðartímabil frá 15. til 15. hvers mánaðar.

Áskriftin er frábær leið til að leggja grundvöll að góðri rútínu, ásamt því að uppskera allt það besta sem að barre hefur upp á að bjóða. Því það er regluleg fjölbreytt hreyfing sem skilar mestum og bestum árangri bæði andlega og líkamlega.

Hvort sem þú ákveður að festa ákveðana daga/tíma eða koma þegar þér hentar þá er barre í áskrift möguleiki fyrir þig.

Hvað er Barre?

10 tíma kort

10 tíma kortin er hægt að nýta í alla opna tíma vetur. Komdu þegar þér hentar hvort sem það sé að morgni, kvöldi eða hádegi. Með 10 tíma kortinu ertu ekki bundin við námskeið og ræður þínum tíma sjálf. Kortin gilda í 3 mánuði frá kaupdegi.

Áskrift í opna tíma

Viltu koma reglulega en samt ekki vera bundin við ákveðna daga eða tíma. Ég býð upp áskrift bæði þrisvar og tvisvar í viku í alla opna tíma fyrir þær sem vilja vera í reglulegri hreyfingu en eiga erfiðara með að binda sig við námskeið.