Kennari

Helga Guðný
Theodors

Barre og jóga kennari
grafískur hönnuður,
eiginkona og 4ra stráka mamma!

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu en eftir að ég eignaðist börnin mín fannst mér alltaf erfitt að finna eitthvað sem hentaði mér vel. Ég hljóp, ég fór í líkamsrækt og synti en það var ekki fyrr en ég fór að gera Barre sem að ég varð öll sterkari, styrktist mjög á sál og líkama og skemmti mér æðislega á meðan!

Þetta kerfi er hreint út sagt frábært. Einstaklingurinn er leiddur með stuðningi kennara í gegnum allar æfingarnar. Boðið er upp á breyttar stöður fyrir þá sem þurfa og er alltaf verið að huga að þér og passa upp á að líkamsstaða þín sé rétt svo að sem bestur árangur náist og þér líði sem best.

Ég er Barre og Yoga kennari með 10 ára reynslu frá norður og suður Kaliforníu. Sprenglærð, meðal annars með tvær barrekennslugráður (The Dailey Method og Xtend Barre) og 200hr Power Yoga nám (Yoga Alliance samþykkt).

Ég elska að kenna og er alltaf að huga að því hvernig ég get aðstoðað hvern og einn þann sem kemur í tíma til að ná sínum besta árangri. Ég vil að þér líði vel í tíma, þú finnir fyrir bestu tengingunni við þinn líkama og njótir þess að hlusta á það sem þú þarft hverju sinni undir góðri handleiðslu og skemmtilegri tónlist.

Ég hlakka til að hitta þig!