Hvað er Barre?
Barre tímarnir eru 50 mínutur að lengd og er grunnur þeirra margþættur. Unnið er með bæði pilates og jóga undirstöður en einnig er stuðst við rétta stöðu líkamans út frá hreyfifræði. Við stillum upp beinum fyrst til þess að vöðvarnir geti stutt við líkama okkar og þannig styrkst í bestu stöðu. Undirstaðan okkar í gegnum fætur og hendur er mikilvægur þáttur í að setja líkamann í réttar stöður og áherslan á að finna slökun í líkama á móti styrk í vöðvum er mikilvæg sem og öndunin okkar. Öndunin kemur okkur í gegnum erfiðar æfingar, hjálpar okkur að gera stórar hreyfingar og tengir okkur við hið innra sjálf. Við höldum liðum mjúkum og sem kennari er það mitt starf að hjálpa ykkur að komast í dýpstu stöður út frá ykkar líkama. Við erum öll öðruvísi og þurfum að geta nálgast okkar líkama og hreyfingu á persónulegan hátt.
Byrjað er á góðri upphitun þar sem áherlsa er lögð á þá vöðva sem unnið er með í tímanum. Við kveikjum á miðjunni (magavöðvunum) í byrjun tíma því þeir eru uppistaðan okkar og þeir hjálpa okkur við að styrkja útlimi líkamans. Unnið er með létt lóð til að styrkja axlir, tví- og þríhöfða áður en farið er svo í aðalæfingar tímans við barrestöngina. Þar styrkjum við læri, rass og höldum að sjálfsögðu áfram að styrkja kviðinn. Við teygjum svo á þeim vöðvum sem unnið er með í tíma og endum með góðri slökun.
Enginn tími er eins og við vinnum með hin ýmsu tól og tæki. t.d. lóð, diska, teygjur og bolta til að auka á fjölbreytileika tímanna og hjálpa til við að tengja betur við vöðva í mismunandi stöðum. Með því erum við alltaf að finna nýjar leiðir til að læra inn á líkama okkar og finna hvað gengur best fyrir okkur.
Skemmtilegir tímar í góðum hópi sem skila góðum árangri!