Allt um planka

Eins og þið vitið þá er hægt að gera Barre stöðurnar á alls kyns vegu og vil ég sem kennari hjálpa ykkur að læra sem best inn á ykkar líkama (þó alltaf í góðri, réttri stöðu). Þið hafið örugglega tekið eftir því að við gerum vel af plönkum í tímum og þvi er tilvalið að ræða þá aðeins betur, ekki satt?

Því einbeittari sem þið eruð, þeim mun betri tengingu náið þið við líkamann og uppskerið þeim mun meiri árangur!

  1. Það skiptir öllu málið að gera planka rétt. Á höndum, eru allir 10 fingur gleiðir, við pressum niður í þumal og vísifingur. Erum mjúkar í gegnum olnboga og opnar í bringu að framan. Axlir liggja yfir olnbogum og yfir úlnliðum. Við slökum herðablöð í átt að mjöðmum og pössum að kreista ekki rassinn undir okkur, heldur hugsum um að spenna í læri að lengja fætur eins vel og við getum.
  2. Á olnbogum á allt það sama við og á höndum en þar eru axlir yfir olnbogum og lófar liggja flatir á dýnu, reynum að halda handleggjum samhliða (í tölustafnum 11) frekar en að spenna greipar. Með spenntar greipar erum við líklegri til að draga axlirnar fram að eyrum frekar en að slaka öxlum aftur og ná með því slaka í efri líkama. Í báðum plönkum liggja hælar yfir tábergi, en ýtast ekki aftur.
  3. Við pössum að þyngdaraflið taki ekki yfir fremri hluta líkamans með því að loka rifbeinum og spenna maga upp að hrygg, með því náum við líka að halda við hrygginn og pössum þannig upp á plankinn fari ekki illa í mjóbakið á okkur.
  4. Planka má alltaf gera á hnjánum. Þetta er ekki lélegri planki, hann er kannski bara sá planki sem hentar þér í dag. Það sem skiptir meira máli er að halda plankanum og helst ekki koma úr honum. Ef það er gott að koma á hnén í smá stund og rétta svo aftur úr fótum er það miklu betra, en svo má líka alveg gera hann á hnjánum allan tímann. Pössum bara að rassinn leiti ekki upp í loftið.
  5. Það er alltaf valkvætt að hreyfa sig í plankanum. Við búum til hreyfingu í fótum og fleira til að breyta til, dreifa huganum og taka skrefin aðeins lengra í tengingu við huga og líkama en það þarf sko alls ekki að velja það alltaf.

Það er margt sem þarf að huga að þegar við hreyfum okkur. Því einbeittari sem þið eruð, þeim mun betri tengingu náið þið við líkamann og uppskerið þeim mun meiri árangur! Það að læra að horfa á sig í speglinum og fylgjast með hreyfingum sínum er ekki hégómi heldur nauðsynlegur þáttur í að læra inn á sinn eigin líkama og finna sig sem best í Barre.

X_O,
Helga

Ef það er gott að koma á hnén í smá stund og rétta svo aftur úr fótum er það miklu betra en
að sleppa plankanum, en svo má líka alveg gera hann á hnjánum allan tímann.


Hér fyrir neðan eru námskeiðin sem eru í boði á Eiðistorgi